skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is

214. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar

214. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður boðaði forföll.

Dagskrá

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2018020112)
Á fundinn mætti Regína Fanný Guðmundsdóttir deildarstjóri Reikningshalds hjá Reykjanesbæ. Hún og hafnarstjóri fóru yfir drög að ársreikning Reykjaneshafnar fyrir árið 2017.

2. Stafnes KE 130. (2018030076)
Reykjaneshöfn eignaðist mb. Stafnesið KE 130 á uppboði í lok síðasta árs. Skipið hefur verið auglýst nokkrum sinnum til sölu frá áramótum þar sem óskað hefur verið eftir tilboðum í kaup á skipinu. Fyrir liggur tilboð í skipið frá PSP ehf. kt. 320306-0610 upp á kr. 2.000.000.-. Lagt er til að fyrirliggjandi tilboði verði tekið og hafnarstjóra falið að ganga frá málinu. Samþykkt samhljóða.

3. Lóðir Reykjaneshafnar. (2018030077)

a. Hólmbergsbraut 9. Lögð fram lóðarumsókn S3 Fasteignarfélag ehf. um lóðina Hólmbergsbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur afstaða Umhverfis- og skipulagsráð til viðkomandi lóðarumsóknar. Samþykktur samhljóða.

b. Selvík 23. Lögð fram lóðarumsókn Airport City ehf.. um lóðina Selvík 23 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur afstaða Umhverfis- og skipulagsráð til viðkomandi lóðarumsóknar. Samþykktur samhljóða.

c. Hvalvík 14. Lagðar fram lóðarumsóknir frá annars vegar Airport City ehf. og hins vegar K 16 ehf. um lóðina Hvalvík 14 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Lagt er til að fresta afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur afstaða Umhverfis- og skipulagsráð til viðkomandi lóðarumsóknar. Samþykktur samhljóða.

4. Strandbúnaður 2018 – ráðstefna 19. – 20. mars 2018. (2018030078)
Dagskrá ráðstefnunnar Strandbúnaður 2018 sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík dagana 19. – 20. mars n.k. Lögð fram til kynningar.

5. Motus – samstarfslýsing. (2018010288)
Samstarfslýsing milli Reykjaneshafnar og Motus varðandi umsjón Motus með innheimtu á kröfum Reykjaneshafnar sem greiðast ekki fyrir eindaga. Lagt fram til kynningar.

6. Hafnarsamband Íslands. (2018010284)
Fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 26. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.

7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

8. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. mars 2018.

Back To Top