skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is

216. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar

216. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 17:15 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur M Guðbjartsson varaformaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Andri Örn Víðisson varamaður, Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

Dagskrá

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2018020112)
Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snertu fjármál hafnarinnar.

2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (2018020111)
Eftirfarandi var lagt fram: „Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 6 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Halldóri Karli Hermannssyni, kt. 061258-5589, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Reykjaneshafnar sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð eigenda sem er Reykjanesbær sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.“ Samþykkt samhljóða.

3. Umboð vegna umsýslu lausafé Reykjaneshafnar. (2018030392)
Lagt fram umboð til handa Halldór Karli Hermannssyni hafnarstjóra vegna umsýslu lausafés Reykjaneshafnar. Samþykkt samhljóða.

4. Lóðir Reykjaneshafnar. (2018030077)

a. Fuglavík 20. Lögð fram lóðarumsókn S3 Fasteignarfélag ehf. um lóðina Fuglavík 20 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Lóðin er ekki að fullu jarðvegsskipt og myndi afhendast í þeirri verkstöðu sem hún er í dag. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti lóðarumsóknina á fundi sínum þann 10. apríl s.l. Lagt er til að umsóknin verði samþykkt og veittur verði 19% afsláttur af lóðarverði vegna verkstöðu lóðarinnar. Samþykkt samhljóða.

b. Selvík 23. Lögð fram lóðarumsókn Airport City ehf. um lóðina Selvík 23 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði lóðarumsókninni á fundi sínum þann 12. mars s.l. Á 215. fundi stjórnarinnar þann 27. mars s.l. var samþykkt að óska eftir nánari rökstuðning umhverfis- og skipulagsráðs áður en umsóknin yrði tekin til afgreiðslu. Guðlaugur H Sigurjónsson fór yfir rökstuðning ráðsins. Lagt er til að óska eftir skriflegum rökstuðning frá umhverfis- og skipulagsráði varðandi höfnun lóðarumsóknarinnar áður en erindið verði tekið til afgreiðslu. Hafnarstjóra er falið að senda ráðinu erindi þar að lútandi. Samþykkt samhljóða.

c. Hvalvík 14. Lagðar fram lóðarumsóknir frá annars vegar Airport City ehf. og hins vegar K 16 ehf. um lóðina Hvalvík 14 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði lóðarumsókninni á fundi sínum þann 12. mars s.l. Á 215. fundi stjórnarinnar þann 27. mars s.l. var samþykkt að óska eftir nánari rökstuðning umhverfis- og skipulagsráðs áður en umsóknin yrði tekin til afgreiðslu. Guðlaugur H Sigurjónsson fór yfir rökstuðning ráðsins. Lagt er til að óska eftir skriflegum rökstuðning frá umhverfis- og skipulagsráði varðandi höfnun lóðarumsóknarinnar áður en erindið verði tekið til afgreiðslu. Hafnarstjóra er falið að senda ráðinu erindi þar að lútandi. Samþykkt samhljóða.

5. Hafnarsamband Íslands. (2018010284)
Ársreikningur Hafnarsamband Íslands vegna rekstrarársins 2017. Lagður fram til kynningar.

6. Vinnumarkaðurinn í mars. (2018040270)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir marsmánuð 2018 um vinnumarkaðinn á Íslandi. Lögð fram til kynningar.

7. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

8. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí 2018.

Back To Top