skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is
Grófin

Lýsing á aðstæðum

Hafnarsvæðið í Gróf er 4,52 ha að stærð og með stækkunarmöguleika upp í 6,97 ha. Smábátahöfnin rúmar 82 smábáta á þremur vel útbúnum flotbryggjum með rafmagnstengingum ásamt olíuafgreiðslubryggju, upptökubraut og löndunarkrana. Gott skjól er innan hafnarinnar sem liggur vel að miðbæjarsvæði bæjarins.

Saga hafnarinnar

Í lok árs 1990 var tekin endanleg ákvörðun um uppbyggingu smábátahafnar út frá fyrirliggjandi skýrslu um staðarval hennar. Staðarvalið stóð um að smábátahöfnin yrði staðsett vestan við Skipasmíðastöð Njarðvíkur eða í Gróf í Keflavík.

Smábátasjómenn mæltu með staðarvalinu í Grófinni, þar sem styttra var á fiskimiðin, en töldu nálægð við Skipasmíðastöð Njarðvíkur ókost vegna þeirrar starfsemi sem þar væri til staðar. Einnig settu hafnaryfirvöld skilyrði fyrir stækkunarmöguleikum smábátahafnarinnar og er núverandi höfn fyrri áfangi af tveimur samkvæmt deiliskipulagi bæjarins. Niðurstaðan var sú að ákveðið var að byggja smábátahöfn í Gróf en þar hafði áður verið starfsemi Dráttarbrautar Keflavíkur hf.

Framkvæmdir hófust í enda ársins 1991 og var endanlega lokið 1995. Höfnin var þó vígð formlega 27. nóvember 1992 er Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða í hafnarmynninu um borð í lóðsbátnum Auðunni.

Back To Top