Íssala til fiskiskipa og vinnsluaðila
Reykjaneshöfn selur ís til fiskiskipa og vinnsluaðila, en ísafgreiðslan er við gafl Ísturnsins á Njarðvíkurhöfn og afgreiðist í ílát eða farartæki á vegum kaupenda. Boðið er upp á akstur gegn gjaldi með ílát á vegum kaupenda til og frá viðleguköntum innan hafnarsvæðis, ef kaupandi setur ílátið á flutningstækið og tekur það af þar sem við á. Beiðni um ísafgreiðslu er móttekin á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 eða í síma 420 3227 en ísagreiðslan er opin virka daga frá kl. 08:00 til kl. 17:00. Hægt er að fá þjónustu ísafgreiðslu hvenær sólarhringsins sem er alla daga ársins gegn greiðslu yfirvinnuútkalla samkvæmt gjaldskrá Reykjaneshafnar hverju sinni. Útkallssími vegna ísafgreiðslu utan opnunartíma er 420 3227.
