skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is
Njarðvíkurhöfn
Njarðvík

Lýsing á aðstæðum

Hafnarsvæðið í Njarðvík er 10,93 ha. að stærð. Njarðvíkurhöfn samanstendur af tveimur hafnargörðum, norður- og suðurgarði, sem eru að mestu leyti úr steinsteyptum kerum sem steypt voru við höfnina. Grjótvarnargarður er utan við norðurgarðinn og stálþil á austurenda hans með 7,5 til 9 m dýpi við 120 langan viðlegukant.

Saga hafnarinnar

Útgerð og sjósókn var töluverð frá Njarðvík á árum áður. Bryggjur og aðstaða var á hendi einstakra útgerðarmanna en fyrir lá þörfin um bryggjur sem væru til almenningsþarfa. Eftir að vélbátar komu til sögunnar varð þörfin meiri en áður og í byrjun 20. aldar fóru fram ýmsar rannsóknir í tengslum við slíka uppbyggingu. Þörfin jókst eftir því sem leið á öldina og upp úr 1930 lá fyrir að bráð nauðsynlegt væri á því að hafskipabryggja yrði byggð á svæðinu.

Tafir urðu á allri framkvæmd þar sem uppbygging hafnar í Njarðvík skaraðist að hluta til við uppbyggingu hafnaraðstöðu í Keflavík. Um 1940 voru ráðagerðir um uppbyggingu stórrar hafnar í Njarðvík en vegna ágreinings um slíka uppbyggingu við Keflvíkinga varð ekkert af framkvæmdinni. Endanleg lausn á hafnarmálum í Njarðvík leystist ekki fyrr en með lögum frá Alþingi sem samþykkt voru 1946 um Landshöfn í Keflavíkur- og Njarðvíkurhreppum.

Heimild: Saga Njarðvíkur;1996)

Back To Top