skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is

Starfsáætlun 2019

Reykjaneshöfn

Reykjaneshöfn er þjónustufyrirtæki í eigu Reykjanesbæjar og tók til starfa í núverandi mynd fimmta desember 2002. Hafnaraðstaðan samanstendur af smábáthöfninni í Gróf, Hafnahöfn, Helguvíkurhöfn, Keflavíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn. Athafnasvæði hafnaraðstöðu er 30.415 m2 að stærð. Reykjaneshöfn er B-hluta fyrirtæki innan samstæðu Reykjanesbæjar.

Starfsmenn og stjórn

Starfsmenn Reykjaneshafnar eru sjö talsins, þrír hafnsögumenn, þrír vigtarmenn og hafnarstjóri. Allir starfsmenn aðrir en hafnastjóri vinna samkvæmt vaktafyrirkomulagi. Hafnsögumenn sinna
skipaþjónustu hafnarinnar og fyrirkomulagi á hafnarsvæðum. Vigtarmenn sinna vigtun sjávarafla sem berst að landi og starfsemi Ísturnsins. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar er Halldór Karl Hermannsson.

Stjórn Reykjaneshafnar er skipuð fimm aðalmönnum:

  • Hjörtur M Guðbjartsson formaður (S),
  • Hanna B Konráðsdóttir varaformaður (D),
  • Kolbrún J Pétursdóttir (Y),
  • Sigurður Guðjónsson (B)
  • Úlfar Guðmundsson (M)

Starfsemi og hafnaraðstaða

Kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar er almenn hafnarstarfsemi í samræmi við Hafnarlög nr. 61/2003, lög um siglingavernd nr. 50/2004, reglugerð nr. 326/2004, samþykkt Reykjaneshafnar nr. 982/2005 auk annarra laga og reglugerða sem ná til hafnarreksturs eða hluta hans. Fyrir utan kjarnastarfsemi hafnarinnar hefur Reykjaneshöfn fram að þessu staðið í skipulagi og uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og á Hólamiðum. Í ár var gert samkomulag við Reykjanesbæ um að stór hluti af iðnaðarsvæðinu í Helguvík færðist til bæjarins ásamt Hólamiðum. Þessi þáttur í starfsemi hafnarinnar minnkar því umtalsvert og mun kjarnastarfsemi hennar vera ríkjandi í framtíðinni.

Almenn hafnarstarfsemi

Opið er fyrir almenna hafnarstarfsemi allan sólarhringinn allt árið um kring. Daglegur vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 virka daga en starfsmann á bakvöktum sinna útköllum á öðrum tímum.

Skipakomur og flutningar

Samdráttur er í ár á skipakomum og flutningum miðað við áriða í fyrra. Sé litið til fyrstu átta mánuði ársins þá eru tekjur af skipakomu 59% af sömu tekjum fyrir sama tímabil í fyrra og vörugjöldin
einungis 55% frá því sem þau voru á sama tíma á síðasta ári.

Fragtskip

Árið 2017 var metár í fjölda fraktskipa og vöruflutninga um hafnir Reykjaneshafnar en þá komu 82 skip til hafnar. Fyrirsjáanlegur samdráttur er á þessu ári enda er skipakoma fyrstu átta mánuðina aðeins 42% af skipakomu á sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi skipa í ár verði um 40 og er búist við sama skipafjölda á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir tekjuaukningu vegna skipakomu en áætlað er að tekjur af vörugjöldum muni aukast um 8% vegna aukinna flutninga í flugvélaeldsneyti.

Skipakomur janúar til ágúst

Skemmtiferðarskip

Reykjaneshöfn undirritaði samstarfsamning við Cruise Iceland þann 5. september s.l. en Cruise Iceland eru regnhlífasamtök fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins sem vilja markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip. Með þessu vill Reykjaneshöfn hasla sér völl á þessum markaði og bæta stoðum undir rekstur sinn. Ekki er gert ráð fyrir að þessi markaðssetning skil miklu á næsta ári en vonandi á næstu árum.

Afli og landanir

Landaður botnfiskafli hjá Reykjaneshöfn hefur verið nokkuð jafn á undanförnum árum og er ekki gert ráð fyrir að það breytist. Aflamangið hefur verið að sveiflast frá fjögur til fimmþúsund tonna af lönduðum afla eða að meðaltali um 4.500 tonn á ári.

Landaður uppsjáfarafli er mjög sveiflukenndur milli ára og hefur dregist heldur saman á síðustu árum. Staðsetning verksmiðunnar í Helguvík er þannig að þar kemur afli yfirleitt til vinnslu í lok vertíða. Gert er ráð fyrir sambærilegum afla i uppsjávarfiski á næsta ári eins og tvö síðustu ár. Aflagjöld hafa dregist saman undanfarin ár þar sem aflaverðmæti tengist oft gengi íslensku krónunnar. Gert er ráð fyrir sömu aflagjaldsteknum á næsta ári eins og í ár.

Þjónusta

Ýmis þjónusta er í boði fyrir þau skip og þá báta sem koma til hafna Reykjaneshafnar. Er þar m.a. um að ræða sölu á rafmagni, köldu vatni og móttöku úrgangs. Er gengið út frá því að þær tekjur sem af þessum þáttum hlýst standi undir þeim kostnað sem þeir grundvallast á. Stærri þjónustuþættir eru síðan þjónusta hafnsögu- og dráttarbátsins Auðuns auk þess að höfnin rekur Ísturninn sem er verksmiðja til ísframleiðslu.

Landaður botnfiskur jan-ágúst ár hvert

Auðunn

Í samræmi við aukna skipaumferð á síðustu árum hafa tekjur af þessari starfsemi verið stígandi, en að sama skapi minnkandi við þann samdrátt sem er í ár á skipaumferð. Auk þess að sinna hlutverki hafnsögu- og dráttarbáts í tengslum við komu fraktskipa hefur Auðunn einnig veitt aðstoð þegar skip og bátar hafa veriðað fara í eða úr slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Á næsta ári er gert ráð fyrir að sambærileg nýting verði á Auðunn eins og í ár.

Ísturn

Ísframleiðslugeta Ísturnsins er um 25 tonn af ís á sólarhring. Selt magn hefur aukist undanfarin ár í samræmi við aukna makrílveiði handfærabáta á svæðinu en er þó minni í ár en s.l. tvö ár þar sem makrílveiði virðist minnkandi á svæðinu. Gert er ráð fyrir sambærilegri íssölu á næsta ári eins og í ár.

Framkvæmdir og viðhald

Til að viðhalda þjónustugetu Reykjaneshafnar þar stöðugt að sinna endurbótum og endurnýja búnað. Í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að 19 milljónir fari í viðhald á hinum ýmsu þjónustu og
rekstrarþáttum og minni fjárfestingar nemi 25 milljónum. Í stærri fjárfestingum er horft til uppbyggingar í Helguvíkurhöfn og er þar miðað við fjárfestingar upp á 100-200 milljónir á næsta ári.

Fasteignir

Fasteignir á vegum Reykjaneshafnar eru Víkurbraut 11, Ísturninn í Njarðvík, skemma við Njarðvíkurhöfn og skemma við Helguvíkurhöfn. Engar fjárfestingar eru fyrirhugaðar við þessar fasteignir á komandi árum en þær þurfa sitt viðhald.

Back To Top