skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is

Umhverfisstefna Reykjaneshafnar

Við hjá Reykjaneshöfn höfum að leiðarljósi að hugsa um umhverfið í daglegum störfum okkar og vinna að stöðugum umbótum, sem bætir umhverfið. Ýmis úrgangur og framleifar koma frá Reykjaneshöfn og notendum Reykjaneshafnar. Okkar leiðarljós er að vinna í nánu samstarfi við starfsmenn, verktaka, þjónustuaðila, viðskiptavini og aðra notendur Reykjaneshafnar, sem deila metnaði okkar við að venda umhverfið, bæta vinnuaðstöðu við höfnina og þróa umhverfisvænni aðstæður og ganga snyrtilega um umhverfi okkar og náttúruna.

Reykjaneshöfn rekur strandlengju Reykjanesbæjar, hafna mannvirkin í Njarðvík, Keflavík, Höfnum, smábátahöfnina í Gróf, stórskipa- og olíuhöfnina í Helguvík. Reykjaneshöfn er landeigandi í Helguvík og hefur unnið ötullega að uppbyggingu iðnaðarsvæðis Helguvíkur. Fjögur hafnarsvæði hafa öðlast viðurkenningu frá Samgöngustofu sem viðurkenndar hafnir sem starfa samkvæmt lögum um siglinga- og farmvernd. Það eru Norðurgarður í Njarðvík, Hafnargarðurinn í Keflavík, stórskipaviðlegukantur og olíubryggjan í Helguvík. Reykjaneshöfn rekur atvinnu- og skemmtibátahafnir og atvinnusvæði og leggur áherslu á að starfsemi samræmist
þeim skipulagsáætlunum og því umhverfi sem Reykjaneshöfn starfar í.

Jafnframt rekur Reykjaneshöfn Ísturninn í Njarðvík sem selur ís til útgerða og fiskvinnslu á svæðinu. Dráttarbáturinn Auðunn sem aðstoðar hafnsögumenn við að þjónusta stærri skip og sem þjónustubátur hafnarinnar.

Við hugsum um komandi kynslóðir og viljum búa þeim öruggt og hreint umhverfi í framtíðinni. Þess vegna höfum við leitast við að bæta vitund og umgengni okkar við náttúruna. Með bættri umhverfisvernd leggjum við okkar að mörkum til að halda náttúru lands og sjávar óspilltri. Við munum leitast við að þekkja, vakta og stýra mikilvægum umhverfisþáttum í rekstri þeirra hafnarog iðnaðar- og atvinnusvæða sem Reykjaneshöfn starfar á. Að því sem kostur er, munum við leitast við að fyrirbyggja umhverfisóhöpp og hafa tiltæka viðbragðsáætlun til að draga úr hugsanlegum umhverfisáhrifum af þeirra völdum.

Til þess að starfa skv. þeim áherslum sem við setjum okkur, höfum við ásett okkur að:

 • Framfylgja þeim kröfum sem settar eru í lögum og reglugerðum og góðum starfsháttum í umhverfismálum.
 • Fyrirtæki sem starfa á svæði Reykjaneshafnar fylgi starfsleyfiskröfum sem þeim er sett.
 • Viðskiptavinir Reykjaneshafnar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í umhverfismálum.
 • Stuðla að fræðslu til starfsmanna Reykjaneshafnar og þeirra aðila sem starfa innan starfssvæðis Reykjaneshafnar, um umhverfismál.
 • Leitast við að hvetja og auðvelda þeim er starfa innan svæðis Reykjaneshafnar að fylgja umhverfisstefnu þessari.
 • Leggja áherslu á að tekið sé tillit til umhverfismála og að gengið sé vel um umhverfi á starfssvæðis Reykjaneshafnar.
 • Hvetja til þess að vistvænum aðferðum sé beitt við rekstur og gengið sé vel um umhverfi innan hafnar- og atvinnusvæða Reykjaneshafnar.
 • Bjóða upp á göngu og hjólreiðaleið milli hafnarsvæða þar sem við á.
 • Hvetja rekstaraðila skipa og báta á hafnarsvæðinu til að draga úr mengun í viðlegu og siglingum.
 • Leitast við að draga úr magni úrgangs, auka flokkun og endurvinnslu, sem og tryggja rétt skil spilliefna til viðurkenndra aðila.
 • Halda hafnarsvæðum á sjó eins hreinum og mögulegt er með reglulegri umhirðu og góðri umgengni.
 • Tryggja umhverfisvöktun á iðnaðarsvæði Reykjaneshafnar í Helguvík undir stjórn Hafnarstjórnar. Safna saman upplýsingum um mengun frá starfssemi á svæðinu og um reglulega umhverfisvöktun í samræmi við gildandi starfsleyfi fyrirtækja á svæðinu.
 • Gera kröfu um að allur mengunarvarnarbúnaður ásamt frárennslis- og loftræstikerfum sé af bestu fáanlegri gerð og/eða tækni þannig að halda megi mengun af starfssemi í lágmarki.
 • Leitast við að öllum úrgangi sé haldið í lágmarki og hann fluttur svo fljótt og auðið er í viðeigandi endurvinnslu eða förgun.
 • Leitast við að draga úr hávaða og fylgjast með og kortleggja uppsprettu hávaða þar sem ástæða er til.
 • Leitast við að viðhafa vistvæn innkaup á vörum og þjónustu fyrir starfssemina, auka hagkvæmni í orkunotkun sem og notkun á heitu og köldu vatni.

Meðhöndlun úrgangs og mótaka farmleifa

Með skilvirkum áætlunum um mótöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa erum við að gera okkar til að koma í veg fyrir mengun frá skipum og auka líkurnar á því að hægt sé að draga úr magni úrgangs sem berst út í umhverfið.

Orkunotkun

Við leitun ávallt leiða til að lámarka orkunotkun og draga þannig úr kostnaði og áhrifum á umhverfið og notast við umhverfisvænni starfsaðferðir. Leitumst við að nýta nýjungar sem lámarka orkunotkun, eru hagkvæmar og lámarka áhrif á umhverfisþætti.

Ljósaperur

Sparperur eru umhverfisvænar í eðli sínu. Þær innihalda þó örlítið af kvikasilfri þannig að þeim þarf að eyða á réttan hátt.

Rafhlöður og efnavörur

Rafhlöður og efnavörur eiga ekki að fara með venjulegu sorpi heldur þarf að eyða þeim til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll.

Hvað gerir Reykjaneshöfn?

Við hjá Reykjaneshöfn höfum trú á hag þess að stuðla að bættri umhverfisvernd. Við viljum leggja okkar að mörkum til að vernda auðlindir jarðarinnar og því erum við sífellt að leitast við að bæta okkur í að flokka allt rusl.

Dæmi um hvernig við flokkum úrgang:

Lífrænt og óflokkanlegt sorp

Lífrænt sorp ásamt óflokkanlegu sorpi er flutt til sorpbrennslu Kölku, sem sér um förgun á því.

Málmhlutir og dekk

Málmur og dekk er verðmætt efni og því er mikilvægt að endurvinna hann. Málmum og dekkjaúrgangi er fluttur söfnunarstaða eða til brotamálmsfyrirtækja sem flokka og pressa. Síðan er málmurinn og dekkin flutt úr landi til bræðslu og endurvinnslu.

Timbur

Við hjá Reykjaneshöfn flytjum það timbur sem tilfellur við hafnarstarfsemina til mótökustöðvar Kölku í Helguvík þar sem það er flokkað og endurunnið eins og kostur er. En við endurvinnslu á timbri er það oft kurlað og þá hægt að nota sem stoðefni við jarðgerð o.fl. Litað timbur þarf að fara í sér gám þar sem ekki er hægt að nýta það eins vel og hreina timbrið. Litað timbur getur innihaldið nokkuð af títanefni og því þarf að flokka efnið sér.

Úrgangsolía

Úrgangsolíu er safnað í sérstaka mótöku tanka frá olíufélögunum sem er síðan sótt af viðurkenndum aðilum og fer það til endurvinnslu.

Back To Top