MS Fjordvik
MS Fjordvik sem strandaði s.l. laugardagsmorgun inn við Helguvíkurhöfn losnaði af strandstað við sjóvarnargarðinn í Helguvík kl. 19:06 að staðartíma í gærkveldi og var dregið til viðlegu við aðalhafnarkant Keflavíkurhafnar. Skipið mun verða þar nokkra daga með það verðu þétt og það síðan dregið í slipp til nánari meðhöndlunar.