skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is

254. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar

254. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar haldinn fimmtudaginn 26. ágúst 2021 kl. 17:00 í fundarsal Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Viðstödd: Hanna Björg Konráðsdóttir varaformaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður var viðstaddur í gegnum fjarfundabúnað.

1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2021010430)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta fjármál Reykjaneshafnar.

2. Fjárhagsáætlun Reykjaneshafnar vegna ársins 2022. (2021080536)

Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar fyrir árið 2022.

Fylgigögn:

Tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis 2022

Verkferli fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2022-2025

3. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar. (2020030194)

Hafnarstjóri fór yfir ýmis mál er snerta hafnarmannvirki Reykjaneshafnar og uppbyggingu þeirra.

4. Lóðir Reykjaneshafnar. (2020050255)

Nýjast deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið í Helguvík er frá árinu 2015 og miðaðist við þá iðnaðaruppbygginu sem fyrirhuguð var á svæðin. Eftirfarandi var lagt fram: Breyting hefur orðið á fyrirhugaðri uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og það lóðaskipulag sem er í núverandi deiliskipulagi hentar misjafnlega því tengdu. Hluti iðnaðarsvæðisins í Helguvík er á forræði Reykjaneshafnar og er lagt til að samráðs verði óskað við Reykjanesbæ varandi framtíðarskipulag svæðisins. Hafnarstjóra og formanni stjórnar er falið að hafa samband við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar og óska eftir viðræðum um framtíðarskipulag svæðisins. Samþykkt samhljóða.

5. Hafnafundur 2021. (2021010433)

Hafnafundur 2021 er haldinni í Hafnafirði þann 3. september n.k. Fyrirhugað var að um viðverufund yrði að ræða en vegna aðstæðna verður um fjarfund að ræða. Eftirfarandi var lagt fram: Lagt er til að stjórnarmenn og hafnarstjóri sæki fundinn. Samþykkt samhljóða.

Fylgigögn:

Drög að dagskrá Hafnafundar 2021

6. Skemmtiferðaskip. (2021040138)

Reykjaneshöfn hefur s.l. ár í samstarfi við Markaðsstofu Reykjanes og Reykjanesbæ unnið að komu smærri skemmtiferðaskipa til Suðurnesja og lagt þar áherslu á að Keflavíkurhöfn hentaði vel til móttöku slíkra skipa. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að það starf sem hófst á árinu 2019 við markaðssetningu m.a. á Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa virðis vera að skila sér. Í ár hafa fjögur skemmtiferðaskip komið á ytri höfnina og nýtt sér þá aðstöðu í Keflavíkurhöfn sem þjónustar léttabáta varðandi losun og lestu farþega eða vöru. Eitt skemmtiferðaskip lagðist að hafnarkanti í Keflavíkurhöfn þar sem farþegar voru sóttir af ferðaþjónustuaðilum til skoðunarferðar á Suðurnesjum. Er það von Stjórnar Reykjaneshafnar að þetta sé aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar á komandi árum. Samþykkt samhljóða.

7. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 – vinnslutillaga. (2021080537)

Aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðunarferli og hefur verið lögð fram vinnslutillaga í tengslum við þá vinnu. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar hefur yfirfarið vinnslutillögu aðalskipulags er varða svæði sem tilheyra atvinnu- og hafnarstarfsemi Reykjaneshafnar. Við þá yfirferð hafa vaknað spurningar, sérstaklega er varðar aðkomu frá þjóðveg að atvinnu- og hafnarstarfsemi við Njarðvíkurhöfn. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra og formanni stjórnar að koma viðkomandi athugasemdum á framfæri við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar. Samþykkt samhljóða.

8. Atvinnuþróunarstefna Reykjanesbæjar. (2021080538)

Hafin er vinna að mótun atvinnustefnu fyrir Reykjanesbæ og er óskað eftir aðkomu Stjórnar Reykjaneshafnar að þeirri vinnu. Boðað hefur verið til kynningarfundar á vegum verkefnisstjóra atvinnu- og viðskiptaþróunar Reykjanesbæjar af því tilefni. Eftirfarandi var lagt fram: Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að hafin er vinna að mótun atvinnustefnu fyrir Reykjanesbæ og er tilbúin til að leggja sitt að mörkum við þá vinnu. Samþykkt samhljóða.

9. Upplýsingagjöf hafnarstjóra. (2021010434)

Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. september 2021.

Back To Top