skip to Main Content
420 3220 reykjaneshofn@reykjaneshofn.is

Áætlun í samræmi við reglugerð nr. 1200/2014

Áætlunin er endurskoðuð á a.m.k. þriggja ára fresti, þó er möguleg endurskoðun fyrr vegna meiri háttar breytinga.

Útgáfudagur: Ágúst 2018

Útgáfa: 01-2018

Formáli

Samkvæmt 5. gr. Reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum ber hafnaryfirvöldum að gera áætlun um mótöku á úrgangi og meðhöndlun hans og farmleifa. En sú reglugerð er unnin á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins 2000/59/EB.

Í þessu samhengi skal einnig skal benda á lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs. Sem og reglugerðar nr. 806/1999 um spilliefni og reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi frá skipum og lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004.

Þessi áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa er unnin af Reykjaneshöfn að höfðu samráði við helstu notendur hafnarinnar. En ávallt er reynt að verða við óskum og þörfum notenda hafnarinnar í þessu tilliti.

Við Reykjaneshöfn vinna sjö manns, unnið er á vöktum og er það m.a. í verksviði þeirra að sjá um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum við höfnina. En höfnin er nokkuð vel útbúin að þessu tilliti með vörubíl með krana til að sækja sértækt sorp frá skipum. En hafnarstarfsmenn sækja sértækt (timbur, járn, efnavöru ofl.) frá skipshlið sé þess óskað af viðkomandi skipstjóra, fara með það til mótökustöðvar Kölku í Helguvík í umboði skips og á kostnað viðkomandi skips. Almennt sorp er sett í þar tilgerðar tunnur og lokaða gáma sem losaðir eru af Íslenska Gámafélaginu á ákv. tímabili. Einn olíutankur eru við höfnina til að taka við úrgangsolíu sem Dæling ehf. sér um að sækja og losa.

Það hefur verið ánægjulegt í gegnum árin hve vel hefur tekist til við framkvæmd móttöku og meðhöndlunar úrgangs og framleifa við höfnina. En gott samstarf Reykjaneshafnar við skipstjórnarmenn (notendur), Íslenska Gámafélagið (mótaka almenns sorps), Sorpeyðingarstöðvar Kölku í Helguvík (mótaka sértæks sorps) og Dælingar ehf (mótaka úrgangsolíu). En sökum þess hve vel hefur gengið við móttöku og meðhöndlun úrgangs við höfnina hefur eitt helsta vandamál verið aukin aðsókn bæjarbúa að sorptunnum hafnarinnar.

1.0 Inngangur

Yfirlitsmynd af strandlengju frá Njarðvíkurhöfn að Helguvíkurhöfn.
Yfirlitsmynd af strandlengju frá Njarðvíkurhöfn að Helguvíkurhöfn.

Reykjaneshöfn er í eigu Reykjanesbæjar og rekur hafnarsvæði sem liggja á umráðasvæði Reykjanesbæjar. Þær hafnaraðstæður sem hafa vottun til að taka á móti fraktskipum eru Keflavíkurhöfn, Njarðvíkurhöfn og Helguvíkurhöfn. Keflavíkurhöfn er fiski, skemmtiferðaskipa og skemmtibátahöfn búin löndunarkrana, en þar á sér stað uppbygging fjölbýlishúsa við bryggjuna sem bjóða upp á skemmtilega tengingu búsetu.

Njarðvíkurhöfn sem er góð fiskibátahöfn og flutningahöfn, en hún þjónaði sem aðal gáma og lausavöru flutningahöfn Varnarliðsins um árabil. Mikið og gott laust atvinnusvæði er við höfnina sem býður upp á góða aðstöðu til uppbyggingar í fiskvinnslu og flutningaþjónustu. Í Njarðvíkurhöfn er staðsett ísverksmiðja, sem þjónustar skip og fiskvinnslur. Helguvík er olíu-flutningahöfn, fisklöndunarhöfn, lausavöru og gámaflutningahöfn. Höfnin hentar mjög vel bæði til innflutnings og útflutnings. Tenging hafnarinnar og nálægð við Keflavíkurflugvöll (4 km) og sveitarfélög á suðurnesjum og höfuðborginni (45 mín akstur til Reykjavíkur). skapar einstaka breidd í þjónustutengingu hafnarinnar. Mikil uppbygging á sér stað í iðnaðarsvæði Helguvíkur, m.a. er unnið að skipulagningu og uppbyggingu álvers Norðuráls og sólar kísilverksmiðju á svæðinu, sem og margra þjónustu og iðnaðarfyrirtækja. Smábátahöfn er í Grófinni, sem er skemmtibátahöfn með löndunarkrana. Þar er einstaklega góð aðstaða fyrir smábáta og ýmiskonar sjósport. Viðlegukantur er einnig í Höfnum, en hann hefur lítið sem ekkert verið notaður síðustu ár.

Tilgangurinn með gerð þessarar áætlunar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa er m.a. að koma í veg fyrir mengun frá skipum og auka líkurnar á því að hægt sé að draga úr magni úrgangs sem berst út í umhverfið. Ekki er um formeðferð úrgangs og farmleifa að ræða hjá Reykjaneshöfn.

1.1 Breytingar

Hér eru skráðar breytingar sem gerðar eru á áætluninni.

1.2 Aðilar að gerð áætlunarinnar

Áætlunin var unnið af Halldóri Karli Hermannssyni Hafnarstjóra og Gísla Hrannari Sverrissyni Skrifstofustjóra Reykjaneshafnar . Starfsmenn Reykjaneshafnar bera ábyrgð á framkvæmd hennar.Reykjanesbær, Ágúst 2018

Undirritun:Halldór Karl Hermannsson

1.3 Aðilar sem bjóða þjónustu við móttöku úrgangs og farmleifa

 • Kalka (Sorpeyðingarstöð Suðurnesja) Sími: 421-8010
 • Dæling ehf. Sími: 471-3012
 • Hreinsitækni Sími: 567-7090
 • Olíudreifing Sími: 550-9900
 • Hringrás Sími: 660 6920
 • Íslenska Gámafélagið ehf. Sími: 577-5757
 • Gröfuþjónustan Sími: 892-7500

2.0 Njarðvíkurhöfn

Yfirlits mynd af Njarðvíkurhöfn

2.1 Mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miða við þarfir.

Mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu fyrir Njarðvíkur höfn fer eftir stærð og notkun hafnarinnar.

Áætlað er að tíðni skipa við Suðurgarð (til vinstri á mynd fyrir ofan) sé um 2-10 skip að veiðum hluta ársins í senn, um 2-4 netaskip yfir vetrartímann og um 3-7 makrílveiðiskip yfir sumartímann. Einnig er Suðurgarður notaður mikið vegna langleguskipa og skipa sem eru á leið í slipp hjá Skipasmiðastöð Njarðvíkur. En áætlað er að um 3-9 skip séu þarna í langlegu að staðaldri allt árið.

Þörf: Miða við aðstæður á höfn og fjölda skipa við viðlegugarðinn er talin þörf á einni sorptunnu til að taka við almennum úrgangi frá skipum. Sorptunnur eru losaðar af íslenska Gámafélaginu á u.þ.b. 10 daga fresti. Allur sértækur úrgangur s.s. járn, net eða annað ber skip sjálft ábyrgð á, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið og sjá hafnarstarfsmenn um að koma þeim úrgangi á gámastöð Sorpeyðingarstöðvar Kölku í Helguvík. Einnig er lokaður gámur og olíumóttaka á norðurgarði sem þjónar einnig suðurgarði.

Áætlað er að tíðni skipa við Norðurgarð (viðlegukantur til hægri á mynd að ofan) sé um 3-5 netaskip á veiðum allt árið um kring. Tveir til þrír togarar með stutta viðlegu vegna landana c.a. 5- 15 landanir á ári. Einnig fraktflutningaskip , 2-6 skip á ári, með stutta viðlegu, með löndun á t.d. salti, sementi eða annarri lausavöru.

Þörf: Miða við aðstæður á höfn og fjölda skipa við viðlegugarðinn er talin þörf á einni sorptunnu til að taka við almennum úrgangi frá skipum. Sorptunnur eru losaðar af íslenska Gámafélaginu á u.þ.b. 10 daga fresti. Einnig er talin þörf á að hafa einn lokaðan gám frá Íslenska Gámafélaginu sem losaður er þegar starfsmenn hafnarinnar hringja og biðja um losun á honum. Allur sértækur úrgangur s.s. járn, net eða annað ber skip sjálft ábyrgð á, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið og sjá hafnarstarfsmenn um að koma þeim úrgangi á gámastöð Sorpeyðingarstöðvar Kölku í Helguvík. Einnig er Olíumóttaka á norðurgarði sem þjónar einnig suðurgarði og Keflavík, starfsmenn Dælingar ehf. sjá um losun á Olíugámum.

2.2 Lýsing á gerð og geymslurými hafnarinnar

Við höfnina er eftirfarandi móttökuaðstæður fyrir úrgang:

 • Tvær sorptunnur af stærri gerð (660 lítra) á hjólum, festar við bryggjuhús til varnar foki.
 • Einn lokaður gámur (5000-6000 lítra) staðsettur í ytra horni norðurgarðs.
 • Einn olíutankur (um 400 lítra) staðsettur í ytra horni norðurgarðs.

2.3 Lýsing á verklagsreglum við móttöku of söfnun úrgangs frá skipum og farmleifa

Almennu sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með í sorptunnur á viðleguköntum.

Sértækt sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með til mótökustöðvar Kölku í Helguvík, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið á viðlegukanti og tilkynna hafnarstarfsmönnum um það og þeir fara þá með það á mótökustöð Kölku.

Ekki er tekið á móti skólpi eða miklu magni af olíu frá skipum, enda hefur hingað til ekki verið beðið um þá þjónustu. En komi upp þörf á því er Skipstjóra eða umboðsmanni skips bent á uppdælingar aðila eins og t.d. Dælingu ehf, Hreinsitækni, Gröfuþjónustuna ehf eða Olíudreifingu ehf eða önnur fyrirtæki sem veita slíka þjónustu. Skipstjóri eða umboðsmaður skips ber fulla ábyrgð á að fá viðurkenndan aðila til að sjá um mótöku á olíu eða skolpi frá skipi sínu og fulla ábyrgð á greiðslu fyrir slíka þjónustu til viðkomandi þjónustuaðila.

3.0 Keflavíkurhöfn

3.1 Mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miða við þarfir.

Áætlað er að tíðni skipa við Keflavíkurhöfn sé um 3-8 skip á veiðum allt árið um kring. Tveir til þrír togarar með stutta viðlegu vegna landana c.a. 3 – 6 landanir á ári. Fraktflutningaskip , 1-3 skip á ári, með stutta viðlegu, með löndun á t.d. salti, sementi eða annarri lausavöru. Einnig 1-5 smærri skemmtiferðarskip á ári.

Þörf: Miða við aðstæður á höfn og fjölda skipa við viðlegugarðinn er talin þörf á þremur sorptunnum til að taka við almennum úrgangi frá skipum. Sorptunnur eru losaðar af íslenska Gámafélaginu á u.þ.b. 10 daga fresti. Ekki er talin þörf á að hafa lokaðan gám frá Íslenska Gámafélaginu, en þegar þörf er á, að beiðni Skipstjóra eða umboðsmanns skips, er mögulegt að panta lokaðan gám tímabundið, á meðan skip er við viðlegu í höfninni, gámurinn yrði þá staðsettur á bryggjunni við skipshlið. Þessi gámur yrði losaður þegar Skipstjóri eða umboðsmaður biður um að hann sé losaður eða í síðasta lagi við brottför skipsins, þetta er gert á kostnað þess skips sem biður um þessa þjónustu. Allur sértækur úrgangur s.s. járn, net eða annað ber skip sjálft ábyrgð á, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið, tylkinna hafnarstarfsmönnum um það, og sjá hafnarstarfsmenn um að koma þeim úrgangi á mótökustöð Sorpeyðingarstöðvar Kölku í Helguvík, á kostnað eiganda viðkomandi skips.

3.2 Lýsing á gerð og geymslurými hafnarinnar

Við höfnina er eftirfarandi móttökuaðstæður fyrir úrgang:

 • Þrjár sorptunnur, ein 1100 lítra, ein 660 lítra og ein 140 lítra á hjólum, festar við bryggjuhús til varnar foki.
 • Þegar þörf er á skv. umboðsmanni skips er kallað tímabundið eftir lokuðum gám (um 5000-6000 lítra) staðsettur við skipshlið. Þetta getur t.d. átt við þegar skemmtiferðarskip koma í höfnina.

3.3 Lýsing á verklagsreglum við móttöku of söfnun úrgangs frá skipum og farmleifa

Almennu sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með í sorptunnur á viðleguköntum.

Sértækt sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með til mótökustöðvar Kölku í Helguvík, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið á viðlegukanti og tilkynna hafnarstarfsmönnum um það og þeir fara þá með það á mótökustöð Kölku.

Ekki er tekið á móti skólpi eða miklu magni af olíu frá skipum, enda hefur hingað til ekki verið beðið um þá þjónustu. En komi upp þörf á því er Skipstjóra eða umboðsmanni skips bent á uppdælingaraðila eins og t.d. Dælingu ehf, Hreinsitækni, Gröfuþjónustuna ehf eða Olíudreifingu ehf eða önnur fyrirtæki sem veita slíka þjónustu. Skipstjóri eða umboðsmaður skips ber fulla ábyrgð á að fá viðurkenndan aðila til að sjá um mótöku á olíu eða skolpi frá skipi sínu og fulla ábyrgð á greiðslu fyrir slíka þjónustu til viðkomandi þjónustuaðila.

4.0 Grófin smábátahöfnYfirlitsmynd af smábátahöfninni í Gróf

4.1 Mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miða við þarfir.

Áætlað er að tíðni skipa við Grófina séu um 3-10 skip á veiðum að sumri til. Einnig eru um 10-30 smábátar bundnir við bryggju allt árið um kring. En aðstaðan er búin þremur flotbryggjum ásamt kanti með löndunarkrana. Flotbryggjan í Gróf getur haft um 70 til 80 báta í viðlegu á hverjum tíma.

Þörf: Miða við aðstæður á höfn og fjölda skipa við flotbryggjurnar er talin þörf á einni sorptunnu til að taka við almennum úrgangi frá skipum. Sorptunnan er losuð af íslenska Gámafélaginu á u.þ.b. 10 daga fresti . Ekki er talin þörf á Olíumóttöku í Gróf, vegna nálægðar við mótökustöð Kölku í Helguvík.4.2 Lýsing á gerð og geymslurými hafnarinnar

Við höfnina er eftirfarandi móttökuaðstæður fyrir úrgang:

 • Ein sorptunna af stærri gerð á hjólum (660 lítra), fest niður í steyptu skýli við hlið bryggjuhúss, til varnar foki.

4.3 Lýsing á verklagsreglum við móttöku of söfnun úrgangs frá skipum og farmleifa

Almennu sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með í sorptunnu við hlið bryggjuhúss.

Sértækt sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með til mótökustöðvar Kölku í Helguvík, en hægt er að skilja það eftir við bryggju og tilkynna hafnarstarfsmönnum um það og þeir fara þá með það á mótökustöð Kölku, á kostnað eiganda viðkomandi skips.

Ekki er tekið á móti skólpi eða miklu magni af olíu frá skipum, enda hefur hingað til ekki verið beðið um þá þjónustu. En komi upp þörf á því er skipstjóra eða umboðsmanni skips bent á uppdælingar aðila eins og t.d. Dælingu ehf, Hreinsitækni, Gröfuþjónustuna ehf eða Olíudreifingu ehf eða önnur fyrirtæki sem veita slíka þjónustu. Skipstjóri eða umboðsmaður skips ber fulla ábyrgð á að fá viðurkenndan aðila til að sjá um mótöku á olíu eða skolpi frá skipi sínu og fulla ábyrgð á greiðslu fyrir slíka þjónustu til viðkomandi þjónustuaðila.

5.0 Helguvíkurhöfn

Yfirlitsmynd af Helguvíkurhöfn

5.1 Mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miða við þarfir.

Áætlað er að tíðni skipa við Helguvíkurhöfn sé um 2-9 fiskiskip á veiðum hluta ársins. Um 20-60 farskipakomur eru á farskipakant á ári, m.a. skip með sement, mjöl, lýsi og almenna lausavöru ásamt gámaflutningum. Um 5-12 olíuskip hafa viðlegu á olíubryggju á ári.

Þörf: Skip eða umboðsmenn skipa, tilkynna hafnarvörðum þegar losa þarf úrgang í land. Hafnarverðir sækja úrgang við skipshlið í samvinnu við skip og aka því beint í Mótökustöð Kölku (Sorpeyðingarstöð Suðurnesja) sem staðsett er í Helguvík.

Þegar þörf er á skv. umboðsmanni skips er kallað tímabundið eftir lokuðum gám (um 5000-6000 lítra) til að taka við almennum úrgangi frá skipi, staðsettur sem næst skipshlið. Þetta getur t.d. átt við þegar fraktskip koma í höfnina. Gámurinn er losaður þegar starfsmenn hafnarinnar hringja og biðja um losun á honum.

Allur sértækur úrgangur s.s. járn, net eða annað ber skip sjálft ábyrgð á, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið og sjá hafnarstarfsmenn um að koma þeim úrgangi á gámastöð Sorpeyðingarstöðvar Kölku í Helguvík. Sé sorp skilað af olíuskipum sjá starfsmenn hafnarinnar um að sækja það í samstarfi við skipstjóra olíuskipsins.5.2 Lýsing á gerð og geymslurými hafnarinnar

Við höfnina er eftirfarandi móttökuaðstæður fyrir úrgang:

 • Sorp er sótt af hafnarstarfsmönnum, á vörubifreið, þegar beiðni kemur frYfirlitsmynd yfir Hafnahöfná skipi eða umboðsmanni þess.
 • Þegar þörf er á skv. umboðsmanni skips er kallað tímabundið eftir lokuðum gám (um 5000-6000 lítra) staðsettur við skipshlið.

Almennu sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að tilkynna til hafnarvarða og sækja þeir þá sorpið á vörubifreið og aka því í mótökustöð Kölku í Helguvík. Úrgangur er sóttur í olíuskip af starfsmönnum hafnarinnar í samstarfi við skipstjóra olíuskipsins.

Sértækt sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með til mótökustöðvar Kölku í Helguvík, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið á viðlegukanti og tilkynna hafnarstarfsmönnum um það og þeir fara þá með það á mótökustöð Kölku, á kostnað eiganda viðkomandi skips.

Ekki er tekið á móti skólpi eða miklu magni af olíu frá skipum, enda hefur hingað til ekki verið beðið um þá þjónustu. En komi upp þörf á því er skipstjóra eða umboðsmanni skips bent á uppdælingar aðila eins og t.d. Dælingu ehf, Hreinsitækni, Gröfuþjónustuna ehf eða Olíudreifingu ehf eða önnur fyrirtæki sem veita slíka þjónustu. Skipstjóri eða umboðsmaður skips ber fulla ábyrgð á að fá viðurkenndan aðila til að sjá um mótöku á olíu eða skolpi frá skipi sínu og fulla ábyrgð á greiðslu fyrir slíka þjónustu til viðkomandi þjónustuaðila.

6.0 Viðlegukantur í Höfnum

Yfirlitsmynd af viðlegukanti í Höfnum
Yfirlitsmynd af viðlegukanti í Höfnum

6.1 Mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miða við þarfir.

Ekki er talin þörf fyrir mótökuaðstöðu í Höfnum þar sem enginn viðlega hefur verið þar síðustu árin. En þörfin er endurskoðuð með tilliti til notkunar s.s. þegar höfnin var síðast notuð vegna kvikmyndatöku á myndinni Flags of our Fathers.

6.2 Lýsing á gerð og geymslurými hafnarinnar

Engin að staðaldri. En komi upp þörf koma starfsmenn fyrir sorpílátum og sækja sjálfir sorpið og fara með til Kölku.

6.3 Lýsing á verklagsreglum við móttöku of söfnun úrgangs frá skipum og farmleifa

Farið er fram á að skip tilkynni sig til Reykjaneshafnar sé það í höfn og vilji það losa sig við úrgang. Sjá þá starfsmenn hafnarinnar í samráði við skipstjóra um að koma þeim úrgangi til móttökustöðvar Kölku.7.0 Lýsing á gjaldtöku

Gjaldtaka fer fram skv. gjaldskrá hafnarinnar sjá á www.reykjaneshofn.is.

XIII. Sorphirðugjöld, vegna úrgangs, skólps mengandi efna og farmleifa frá skipum.

18. grein.

Fiskiskip, skemmtibátar sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskip, hjálparskip í flota, skip sem þjónusta fiskeldi og skip í ríkiseign eða ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sem koma til hafnar skulu greiða eftirfarandi gjald fyrir móttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum:

 • Skip minni en 10 BT kr./mán. 2.200
 • Skip 10 – 100 BT kr./mán. 4.400
 • Skip stærri en 100 BT kr./mán. 7.900

Sorpeyðingargjald er innifalið í ofangreindum verðum.Sorplosun stærri skipa:

 • Sorplosun við skipshlið kr./ferð 10.500
 • Sorpeyðingargjald kr./kg. 40,00

Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu skip greiða eftirfarandi:

Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 3,90 kr. á brt. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Innifalið í þessu úrgangsgjaldi er losun á allt að 1 m3 af almennum sorpúrgangi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 19.500 og hámarksgjald kr. 68.500.

Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 1,95 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 18.500 og hámarksgjald kr. 60.500.

Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.

Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Reykjaneshafnar skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera kr. 7.000 á mánuði.

Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu umfram það sem greinir í staflið a. skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 12.500 á hvern byrjaðan rúmmetra. Kjósi skipstjóri eða eigandi skips að óska eftir þjónustu viðurkennds aðila þá greiðir hann kostnað við þá þjónustu. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.

Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr.hafnalaga skulu eftir sem áður greiða fyrir losun sorps og förgun þess, sbr. 1. málsgrein 19. greinar gjaldskrárinnar.
Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum skv. 2. og 3. gr. gjaldskrár þessarar skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
(skv. Gjaldskrá útgefinni í Janúar 2018)

Vinsamlegast athugið að gjaldskrá getur breyst.Sé um sértækt sorp að ræða sem flutt er á mótökustöð Kölku, er það annaðhvort skrifað á viðkomandi aðila hjá Kölku eða reikningur gerður skv. gjaldskrá Reykjaneshafnar eða Kölku (sjá www.kalka.is).

8.0. Málsmeðferð við skýrslugjöf um vanbúnað móttökuaðstöðu hafna

Komi upp sú aðstaða að gefin er skýrsla um vanbúnað móttökuaðstöðu hafnarinnar. Er það rætt meðal starfsmanna og Hafnarstjóra. Sé talin þörf á er rætt við viðskiptavini og þjónustuaðila hafnarinnar s.s. Kölku og Íslenska Gámafélagið.

Öll skýrslugjöf fari í gegnum Hafnarstjóra, en til hans skal beina athugasemdum.

9.0 Málsmeðgerðarreglur um stöðugt samráð við notendur hafna,Verktakar sem meðhöndla úrgang, Rekstraraðar hafnarinnar og aðra hagsmunaaðila.

Haft er samráð við skip sem nota þjónustuna og verktaka sem meðhöndla úrgang og aðra hugsanlega hagsmunaaðila að staðaldri eða þegar þörf er talin á sökum slæmrar umgengni eða annara aðstæðna sem geta komið upp. En hafnarstarfsmenn hafa eftirlit og umsjón með umhirðu og úrgangi á höfnun Reykjaneshafnar. Sem og samskiptum við verktaka og notendur hafna í daglegum störfum sínum fyrir höfnina.

Öll skýrslugjöf fari í gegnum Hafnarstjóra, en til hans skal beina athugasemdum.

10.0 Tegund og magn úrgangs frá skipum og farmleifa sem tekið er á móti og meðhöndlað.

Úrgangur og farmleifar frá skipum eru skráðar á þann hátt að höfnin greiðir fyrir losun sorpíláta á ákveðnu tímabili og/eða skv. beiðni hafnarstarfsmanna til verktaka um losun sorpíláta.

Samkvæmt 7. grein reglugerðar númer 1200/2014 ber skipstjóra skips sem er á leið til hafnar ábyrgð á að tilkynning um úrgang og farmleifar í skipum berist til hafnaryfirvalda Reykjaneshafnar. Þessi tilkynning á að berast með öðrum gögnum um skipakomur í gegnum SafeSeaNet. Skipstjóri skips á leið til hafnar ber ábyrgð á að tilkynningin sé fylgt út með réttum upplýsingum og að koma henni til hafnarinnar a) Með 24 klukkustunda fyrirvara við komu til hafnar er viðkomuhöfn er þekkt; eða b) Um leið og viðkomuhöfn er ákveðin ef 24 klukkustunda fyrirvari næst ekki; eða c) fyrir brottför frá fyrri höfn ef sjóferðin er skemmri en 24 klukkustundir.Þessar tilkynningar hjálpa starfsmönnum hafnarinnar við skipulagningu og skráningu á mótöku sorps og farmleifa.

Sértækur úrgangur frá skipum er farið með til mótökustöðvar Kölku í Helguvík, þar sem tekið er við honum. Sá úrgangur er ekki skráður á annan hátt en eigandi úrgangs fær sendan reikning frá Kölku eða höfninni skv. gjaldskrá Kölku.

Við móttöku sorps frá fraktskipum er gefin út kvittun frá höfninni um mótöku sorpsins.

11.0 Samantekt um viðeigandi löggjöf

Lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs. Sem og reglugerðar nr. 806/1999 um spilliefni og reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa er gerð skv. reglugerðar nr. 1200/2014. En sú reglugerð er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/59/EB um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi og farmleifum, sbr. 56i í V. Kafla, XIII. Viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. (15 gr. Nr. 1200/2014)

5. gr.
Áætlanir hafna.

Hafnaryfirvöld skulu gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar, sbr. Og viðauka I. Við gerð áætlunar skal hafa samráð við hlutaðeigandi aðila, einkum notendur hafna eða fulltrúa þeirra.Endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti og eftir meiri háttar breytingar á rekstri hafnarinnar.

Heimilt er að gera sameiginlega áætlun fyrir stærri svæði með viðeigandi þátttöku hverrar hafnar að því tilskildu að gerð sé sérstaklega grein fyrir hverri höfn í áætluninni.Umhverfisstofnun staðfestir áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs og farmleifa.

Reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi frá skipum.VIÐAUKI IÁætlun hafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa.

Áætlun skal taka til allra tegunda úrgangs og farmleifa frá skipum sem venjulega koma til viðkomandi hafnar og þær skulu taka mið af stærð hafnarinnar og gerð skipa sem hafa þar viðkomu.

Í áætlun skulu eftirtalin atriði koma fram:

 • mat á þörf fyrir móttökuaðstöðu miðað við þarfir þeirra skipa sem venjulega koma til hafnarinnar;
 • lýsing á gerð og geymslurými móttökuaðstöðu hafnarinnar;
 • nákvæm lýsing á verklagsreglum við móttöku og söfnun úrgangs frá skipum og farmleifa;
 • lýsing á gjaldtöku;
 • málsmeðferð við skýrslugjöf um vanbúnað móttökuaðstöðu hafna;
 • málsmeðferðarreglur um stöðugt samráð við notendur hafnar, verktaka sem meðhöndla úrgang, rekstraraðila hafnarinnar og aðra hagsmunaaðila; og tegund og magn úrgangs frá skipum og farmleifa sem tekið er á móti og meðhöndlað.

Að auki skal eftirfarandi koma fram í áætlun:

 • samantekt um viðeigandi löggjöf og formsatriði við afhendingu;
 • upplýsingar um hvaða einstaklingur eða einstaklingar bera ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar;
 • lýsing á búnaði og ferlum við formeðferð úrgangs og farmleifa í höfninni ef um slíkt er að ræða;
 • lýsing á aðferðum við skráningu raunverulegrar notkunar á móttökuaðstöðu hafnarinnar;
 • lýsing á aðferðum við skráningu á magni úrgangs frá skipum og farmleifa sem tekið er á móti; og lýsing á aðferðum við losun úrgangs frá skipum og við losun farmleifa.

Verklagsreglur við móttöku, söfnun, geymslu, meðhöndlun og förgun eiga að öllu leyti að vera í samræmi við umhverfisstjórnunarkerfi sem hentar vel til þess að draga smám saman úr umhverfis-áhrifum slíkra aðgerða. Gert er ráð fyrir slíku samræmi ef verklagsreglurnar eru í samræmi við ákvæði reglugerðar um frjálsa þátttöku iðnfyrirtækja í umhverfismálakerfi ESB.

Aðgengilegar upplýsingar fyrir notendur hafna:

 • stutt tilvísun í grundvallarþýðingu réttrar afhendingar úrgangs frá skipum og farmleifa;
 • staðsetning móttökuaðstöðu hvers skipalægis með teikningu/korti;
 • skrá yfir helstu tegundir úrgangs frá skipum og farmleifa sem að jafnaði koma til afgreiðslu;
 • skrá yfir tengiliði, rekstraraðila og þá þjónustu sem er í boði;
 • lýsing á starfsaðferðum við afhendingu;
 • lýsing á gjaldtöku; og málsmeðferð við skýrslugjöf um vanbúnað í móttökuaðstöðu hafna.

VIÐAUKI II

Tilkynningar um úrgang og farmleifar í skipum.

(INFORMATION TO BE NOTIFIED BEFORE ENTRY INTO PORTS)

Viðtökuhöfn________________________________ (Port of destination)

 1. Nafn og kallmerki skipsins og, ef við á, IMO-auðkenningarnúmer (Name, call sign and, where appropriate IMO identification number of the ship):
 2. Fánaríki (Flag State):
 3. Áætlaður komutími (Estimated time of arrival, ETA): Nr. 1200 19. desember 2014
 4. Áætlaður brottfarartími (Estimated time of departure, ETD):
 5. Fyrri viðkomuhöfn (Previous port of call):
 6. Næsta viðkomuhöfn (Next port of call):
 7. Síðasta afhendingarhöfn og dagsetning afhendingar úrgangs frá skipinu (Last port and date when ship-generated waste was delivered):
 8. Afhenda á í móttökuaðstöðu í höfn (merkið í viðeigandi reit):
  Are you delivering (tick appropriate box)
  allan úrganginn 􀂅hluta úrgangs 􀂅engan úrgang 
  (all) (some) (none)
  (of your waste into a port reception facilities?):
 9. Tegund og magn úrgangs og farmleifa, sem á að afhenda og/eða verða eftir um borð, og hundraðshluti þess magns af hámarksgeymslurými (Type and amount of waste and residues to be delivered and/or remaining on board, and percentage of maximum storage capacity):
  Ljúkið við annan dálkinn eins og við á ef afhenda á allan úrganginn.

12.0 Upplýsingar sem komið er fram til notenda Reykjaneshafnar

Hér að neðan eru þær upplýsingar sem komið er á framfæri við notendur. Þessar upplýsingar verða sendar með viðskiptayfirlitum til helstu notenda, sem og dreift af hafnarskrifstofu og hafnarvörðum. Einnig verða þessar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Reykjaneshafnar.

Mótaka og meðhöndlun úrgangs og farmleifa hjá Reykjaneshöfn

Við hjá Reykjaneshöfn höfum að leiðarljósi að hugsa um umhverfið í daglegum störfum okkar. Það sparar peninga auk þess sem það bætir umhverfið. Ýmis úrgangur og framleifar koma frá notendum Reykjaneshafnar. Okkar leiðarljós er að vinna í nánu samstarfi við notendur Reykjaneshafnar, sem deila metnaði okkar við að venda umhverfið, bæta vinnuaðstöðu við höfnina og þróa umhverfisvænni aðstæður og ganga snyrtilega um umhverfi okkar og náttúruna.

Við hugsum um komandi kynslóðir og viljum búa þeim öruggt og hreint umhverfi í framtíðinni. Þess vegna höfum við leitast við að bæta vitund og umgengni okkar við náttúruna. Með bættri umhverfisvernd leggjum við okkar að mörkum til að halda náttúru lands og sjávar óspilltri.

Með skilvirkum áætlunum um mótöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa erum við að gera okkar til að koma í veg fyrir mengun frá skipum og auka líkurnar á því að hægt sé að draga úr magni úrgangs sem berst út í umhverfið.Staðsetning mótökustaða

Olíumótaka, mótaka smærri olíuúrgangs. C.a. 400 lítra olíumótaka.

Njarðvíkurhöfn

Keflavíkurhöfn

Grófin, smábátahöfn

Helguvík

Skrá yfir tengiliði

 • Kalka (Sorpeyðingarstöð Suðurnesja) Sími: 421-8010
 • Dæling ehf. Sími: 471-3012
 • Hreinsitækni Sími: 567-7090
 • Olíudreifing Sími: 550-9900
 • Hringrás Sími: 660 6920
 • Íslenska Gámafélagið ehf. Sími: 577-5757
 • Gröfuþjónustan Sími: 892-7500

Nánari upplýsingar veita hafnarverðir í síma 420-3223 eða 896-5572

Lýsing á starfsaðferðum við móttöku

Almennu sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með í sorptunnur á viðleguköntum.

Sértækt sorpi bera skipstjórar skipa ábyrgð á að fara með til móttökustöðvar Kölku í Helguvík, en hægt er að skilja það eftir við skipshlið á viðlegukanti og tilkynna hafnarstarfsmönnum um það og þeir fara þá með það á móttökustöð Kölku.

Ekki er tekið á móti skólpi eða miklu magni af olíu frá skipum, enda hefur hingað til ekki verið beðið um þá þjónustu. En komi upp þörf á því er skipstjóra eða umboðsmanni skips bent á uppdælingar aðila eins og t.d. Dælingu ehf, Hreinsitækni, Gröfuþjónustuna ehf eða Olíudreifingu ehf eða önnur fyrirtæki sem veita slíka þjónustu. Skipstjóri eða umboðsmaður skips ber fulla ábyrgð á að fá viðurkenndan aðila til að sjá um mótöku á olíu eða skolpi frá skipi sínu og fulla ábyrgð á greiðslu fyrir slíka þjónustu til viðkomandi þjónustuaðila.

Lýsing á gjalddtöku

Gjaldtaka fer fram skv. gjaldskrá hafnarinnar sjá á www.reykjaneshofn.is.

XIII. Sorphirðugjöld, vegna úrgangs, skólps mengandi efna og farmleifa frá skipum.

18. grein.

Fiskiskip, skemmtibátar sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskip, hjálparskip í flota, skip sem þjónusta fiskeldi og skip í ríkiseign eða ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sem koma til hafnar skulu greiða eftirfarandi gjald fyrir móttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum:

 • Skip minni en 10 BT kr./mán. 2.200
 • Skip 10 – 100 BT kr./mán. 4.400
 • Skip stærri en 100 BT kr./mán. 7.900

Sorpeyðingargjald er innifalið í ofangreindum verðum.

Sorplosun stærri skipa:

 • Sorplosun við skipshlið kr./ferð 10.500
 • Sorpeyðingargjald kr./kg. 40,00

Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu skip greiða eftirfarandi:

Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 3,90 kr. á brt. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Innifalið í þessu úrgangsgjaldi er losun á allt að 1 m3 af almennum sorpúrgangi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 19.500 og hámarksgjald kr. 68.500.

Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 1,95 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 18.500 og hámarksgjald kr. 60.500.

Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.

Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Reykjaneshafnar skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi.

Mánaðargjaldið skal vera kr. 7.000 á mánuði.

Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu umfram það sem greinir í staflið a. skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 12.500 á hvern byrjaðan rúmmetra. Kjósi skipstjóri eða eigandi skips að óska eftir þjónustu viðurkennds aðila þá greiðir hann kostnað við þá þjónustu. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.

Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr.hafnalaga skulu eftir sem áður greiða fyrir losun sorps og förgun þess, sbr. 1. málsgrein 19. greinar gjaldskrárinnar.
Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum skv. 2. og 3. gr. gjaldskrár þessarar skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
(skv. Gjaldskrá útgefinni í Janúar 2018)

Vinsamlegast athugið að gjaldskrá getur breyst.

Sé um sértækt sorp að ræða sem flutt er á mótökustöð Kölku, er það annaðhvort skrifað á viðkomandi aðila hjá Kölku eða reikningur gerður skv. gjaldskrá Reykjaneshafnar eða Kölku (sjá www.kalka.is).Málsmeðferð við skýrslugjöf um vanbúnað í móttökuaðstöðu hafna

Haft er samráð við skip sem nota þjónustuna og verktaka sem meðhöndla úrgang og aðra hugsanlega hagsmunaaðila að staðaldri eða þegar þörf er talin á sökum slæmrar umgengni eða annara aðstæðna sem geta komið upp. En hafnarstarfsmenn hafa eftirlit og umsjón með umhirðu og úrgangi á höfnun Reykjaneshafnar. Sem og samskiptum við verktaka og notendur hafna í daglegum störfum sínum fyrir höfnina.

Öll skýrslugjöf fari í gegnum hafnarstjóra, en til hans skal beina athugasemdum.

Back To Top